Starfsferill

2016 –
Grafískur hönnuður - Drífa ehf. Starfið er fólgið í markaðsmálum í gegnum samfélagsmiðla, auglýsingagerð fyrir vefi og prentmiðla, auk ljósmyndunar á vörum fyrir vörubæklinga og auglýsingar.

2015 – 2016
Almannatengill - Cohn & Wolfe Íslandi. Fjölmiðlasamskipti og vöktun ýmissa umræðna um þjónustu viðskiptavina. Starfið var ekki síst byggt á vinnu við samfélagsmiðlun eins og facebook, Twitter, Instagram, Google+ ofl., og fólst m.a. í textaskrifum fyrir samfélagsmiðla, samskipti við viðskiptavini, fjölmiðla, prentsmiðjur og samskipti við viðskiptavini í útlöndum. Forvirk almannatengsl (verndun vörumerkja) og boðmiðlun var stór þáttur. Umsjón með hönnun auglýsinga fyrir blöð og vefi ásamt því að greina vefi í Google Analytics og skila skýrslum vegna þess mánaðarlega.

2013 – 2015
Sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður. Verkefni voru vefsíðugerð, vefumsjón, auglýsingahönnun fyrir blöð og vefi, ljósmyndun, umbrot, vörumerkjahönnun, og ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana.

2007 – 2013
Framleiðslustjóri - Viðskiptablaðið. Starfið var fjölbreytt, krefjandi og skapandi. Umsjón með að skipulagningu og útgáfu aukablaða með kröfu um sparnað, útsjónarsemi og gæða að leiðarljósi. Framleiðslustjóri bar samábyrgð á starfsmannamálum; ljósmyndurum, prófarkalesurum, lausapennum, umbrotsfólki auk umsjónar með hönnun og öllu útliti útgáfunnar hjá fyrirtækinu.

2003 – 2007
Útgáfustjóri - Tímaritið Hestar, Lifandi vísindi, Bo Bedre, Sagan. Umsjón með útgáfu, umbroti og markaðsmálum. Náin samskipti við útgáfurisann Bonnier.

2000 – 2003
Gæðastjóri og grafískur hönnuður - FÍTON auglýsingastofa. Gæðastjóri bar ábyrgð á að öll verk sem stofan sendi frá sér væru í lagi. Á Fíton hlaut ég dýrmæta reynslu í hugmyndavinnu með viðskiptavinum, í hönnun, “copywriting” og tæknilegum atriðum.

1992 – 2000
Prentsmiður - Morgunblaðið. Á Morgunblaðinu mótaðist starfsferillinn. Ég starfaði á mörgum deildum blaðsins; auglýsingadeild, umbrotsdeild og ljósmyndadeild og hlaut þar dýrmæta reynslu.